Reykjavík 10. febrúar 2025
Ágætu foreldrar barna sem eru á biðlista hjá sjálfstætt starfandi leikskóla. Hér eru
upplýsingar vegna breytinga í innritun í sjálfstætt starfandi leikskóla.
Nýir samningar við Reykjavíkurborg
Fyrirmynd að nýjum samningum Reykjavíkurborgar við sjálfstætt starfandi leikskóla í
Reykjavík var samþykkt í nóvember 2024 af samtökum Sjálfstæðra skóla og borgarráði. Nú
er verið að ljúka við samningagerð við hvern og einn leikskóla og er gert ráð fyrir því að
undirritun þeirra verði lokið á næstu dögum.
Breytingar með nýjum samningum
Breytingar frá fyrri samningum eru meðal annars þær að nú fer umsókn um leikskólapláss í
sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við Reykjavíkurborg fram í gegnum
innskráningakerfið Völu, eins og þegar sótt er um í almenna leikskóla borgarinnar.
Foreldrar sem hafa nú þegar sótt um í sjálfstætt starfandi leikskólum í öðrum innritunarkerfum, þurfa að
gera það aftur í gegnum Völu. Einnig geta foreldrar, sem sótt hafa um í Völu í borgarrekna
leikskóla, breytt núverandi umsókn og bætt við sjálfstætt starfandi skólum í umsóknina.
Við val á leikskóla er hægt að velja bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla í sömu
umsókn.
Hér er hægt að sjá upplýsingar um alla sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík og hér er
hægt að sjá alla borgarrekna leikskóla.
Foreldrar þurfa að sækja um að nýju í gegnum Völu
Foreldrar barna sem nú þegar hafa sótt um leikskólapláss í sjálfstætt starfandi leikskóla þurfa
að sækja um aftur í gegnum Völu. Umsóknir sem borist hafa til sjálfstætt starfandi
leikskólanna gilda ekki lengur. Hér er hlekkur þar sem hægt er að sækja um leikskólapláss. Í
viðhengi eru leiðbeiningar um hvernig sótt er um leikskólapláss í gegnum Völu.
Innritun
Samkvæmt samningi við sjálfstætt starfandi leikskóla eiga foreldrar barna með lögheimili í
Reykjavík forgang að öllum lausum plássum í leikskólanum á tímabilinu 1. mars til 15. apríl
hvert almanaksár vegna innritunar fyrir komandi skólaár. Forgangurinn gildir að minnsta kosti
vegna innritunar samkvæmt fyrsta vali foreldra. Sjálfstætt starfandi leikskólarnir ákveða sjálfir
hvort þeir taka inn börn foreldra sem settu þá aftar á listann.
Í sjálfstætt starfandi leikskólum gilda almennt sömu reglur um röðun á biðlista og í
borgarreknum leikskólum, sjá í reglum um leikskólaþjónustu. Aftur á móti verður heimilt, fyrir
úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið 2025, að sjálfstætt starfandi leikskólar geti úthlutað eftir
þeim reglum sem í gildi hafa verið hjá þeim.
Leikskólinn Sælukot hefur ákveðið að taka eingöngu inn börn foreldra sem setja leikskólann sem
fyrsta val.
eða Leikskólinn Sælukot hefur ákveðið að taka inn börn ef röðin er komin að þeim samkvæmt
kennitöluröð, elsta barnið fyrst, ef leikskólinn var valinn í eitthvað af þeim 7 möguleikum sem
gefnir eru í Völu.
Minnst er hægt að velja 2 leikskóla og mest 7 leikskóla.
Úthlutun leikskólaplássa hefst 3. mars 2025 – eftir það er ekki hægt að gera breytingar
Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið 2025 hefst 3. mars nk. og þurfa foreldrar að vera búnir
að fara vel yfir sínar umsóknir í Völu fyrir þann tíma. Frá og með 3. mars 2025 verður ekki
hægt að gera breytingar eða skrá nýjar umsóknir á meðan á úthlutunartímabili stendur.
Foreldrar geta valið allt að 7 leikskóla og velja skóla sem þeir kjósa helst í 1. val.
Vakin er athygli á að í Völu er hægt að velja sjálfstætt starfandi leikskóla í 2. til 7. val en verið
getur að leikskólinn hafi ákveðið að taka eingöngu inn börn foreldra sem hafa sett hann í 1.
sætið. Upplýsingar um ákvörðun leikskólans koma fram hér að framan.
Til að sækja um leikskólapláss er farið inn á Vala leikskóli – Umsóknarvefur með rafrænum
skilríkjum. Frekari leiðbeiningar fylgja hér í viðhengi.
Með kærri kveðju,
Innritun skóla- og frístundasviðs
Admission Rules
Sælukot accepts children from 12 months to 6 years old.
We assign the applications according to the age of the children.
Allocation/checking in kindergarten
When checking in kindergarten, the date of birth of children is considered, and the oldest are allocated first. A row on the waiting list determines which child is next in, older children go before younger children. However, several factors can affect the waiting list, such as which classroom has free space and whether a child has a sibling in the kindergarten.
Check-in
Parents are sent an email when a child can have a place in the kindergarten. Staying is subject to the condition that the parent does not owe preschool fees. Parents have 8 days to answer, after that the child´s name is removed from the waiting list.
Notice period
The mutual notice period is one month and is based on the first day of each month. If parents owe three months, the child is dismissed from kindergarten. A 10-day period is given to settle the debt, or the child will lose their space at the kindergarten. After that time, a final warning is sent, and a lawyer is assigned to collect the debt.
Contract
When the child starts kindergarten, a contract is made.
Opening hours
The kindergarten is open from 07:45 to 16.45.
The kindergarten is closed in July.