Á hverjum degi eru börn að uppgötva meira um umhverfið sitt, og við viljum styðja við þann lærdóm með því að kenna börnunum grunnhugtök í umönnun jarðarinnar, til sjálfbærrar framtíðar. Börn þroska áhuga sinn á náttúrunni með tilraunum, matreiðslu, garðyrkju, þáttöku í endurvinnslu og fræðast um alheiminn, jörðina, dýrin og plönturnar í gegnum sögur, verkefni og afþreyingu, sem eru bundin við þemavinnu.

Þar sem þroski, vitsmunalegur jafnt sem tilfinningalegur, virðing fyrir öðrum og umhverfi okkar eru aðalstoðir kennslu okkar, þá höfum við fellt þetta inn í þemu sem ganga eins og þræðir í gegnum skólaárið og kennsluaðferðir okkar. Þessi þemu eru notuð í daglegu lífi barnanna, í verkefnum, bókum, reikningi, ritun, söng, dansi og svo framvegis

Hér fyrir neðan eru dæmi um Þema sem við vinnum með, en hægt er að sjá þema hverrar viku í dagatalinu