Börnin setjast í hring með starfsmönnum. Allir hreyfa sig samhæft við takt sönglaga sem þau syngja, sitjandi fyrst, en standa upp síðan. Setjast og syngja nú möntruna BABA NAM KEVALAM í nokkrar mínútur. Að því búnu sitja öll með krosslagða fætur (og í lótus þau sem þess æskja), með hendur í skauti, bein í baki og augun aftur.

Nú er aftur sungið BABA NAM KEVALAM í smástund. Að því búnu segja öll möntruna upphátt, þrívegis, og þýðingu hennar einu sinni, „ást er allt í kringum okkur“. Starfsmaður leiðbeinir börnunum um að segja áfram í hljóði „ást er allt í kring um okkur“ og þeim eldri að láta þessa möntru hljóma í huga sér og elskufullt ljós ástar skína umhverfis sig.

Hugleiðslan er rofin eftir skamma stund með því að sunginn er textinn:

Nityam shuddham nirabhasam nirakaram nirainjanam

Nitya bodham cidanandam gururbrahma namamyaham

Og því næst íslensk þýðing hans:

Ást er fyrir ofan mig.

Ást er fyrir neðan mig.

Ást er allt í kringum mig.

Ást er inní mér. I feel joy.

Í lokin leggja þátttakendur saman lófana og bera upp að enni sér og síðan að brjósti sér og segja:

Namaskar,

ég elska ást í þér ,

Namaskar,

ég elska ást í mér.

Eftir það er sunginn morgunsöngurinn.

Hann vísar til alheimslegra meginreglna Yama og Niyama. Í þeim felst leiðsögn um góða, sjálfbæra lífshætti sem efla viljastyrk og persónuleikaþroska.

Góðan dag, kæra jörð,

góðan dag, kæra sól,

góðan dag, kæru tré og blómin mín öll.

Góðan dag, býflugur og fuglinn svo frjáls,

góðan dag fyrir þig, góðan dag fyrir mig.

Við sama lag eða með breyttu lafi er haldið áfram:

Elskandi sannleika

Við skóðum ekki á neinn veg

Tölum mál hins elskandi sannleika

Tökum ekki það sem ekki er okkar

Vitum að einfalt líf er gott.

Við skulum elska birtu Guðs í öllu

Öllu því sem andar vex og syngur

Nettu og hreinú, að innan sem utan

Vera sátt víð allt sem við eigum.

Við þjónum öllum verum ef við megum

Lesum góðar bækur sérhvern dag

Innra með okkur skín skært ljós

Í hugleiðslu þekkjum við Guð.

Sama á við um annan söng með laginu við vísuna „Eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri“:

Engan má særa og engan má meiða

fallegt hugsa, fallegt hugsa

klappi klappi klapp.

Öllum að hjálpa og alltaf að brosa

hjálpa mömmu, hjálpa pabba

klappi klappi klapp.

Ekki má stela og ekki má taka

aðrir eiga, aðrir eiga

klappi klappi klapp.

Horfa í ljósið og sjá það í öllu

ljós í hjarta, ljós í sinni

klappi klappi klapp.

Nóg er af dóti og nóg er af öllu

ekki meira, ekki meira

klappi klappi klapp.

Þvoum nú hendur og þurrkum svo putta

hrein við erum, hreint við hugsum

klappi klappi klapp.

Ánægð við erum og alltaf svo glöð

vera glaður, vera kátur

klappi klappi klapp

Hjálpum hvert öðru, þá gengur allt vel

allir hjálpa, allir hjálpa

klappi klappi klapp

Skoða skal bækur og læra ný orð

gaman skoða, gott að læra

klappi klappi klapp.

Loka nú augunum og sitja svo kyrr

hugsa Baba, hugsa Baba

Baba nam kevalam.

Eftir þessi háttbundnu atriði eru sungin ýmis lög eftir uppástungu barnanna, farið í leiki, spjallað saman, lesið, sagðar sögur, börnin segja fréttir og margt fleira. Ef ekki eru sérstakir tímar í dagskránni fyrir jógaæfingar þá eru þær iðkaðar í Morgunhringnum. Leiðbeiningar um jógaæfingar er að finna í viðauka

Í lok hringsins er kallað á sólina og allir syngja

Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól barasól.