Ananda Marga hefur þróað þétt net kröftugra sjálfboðaliða í 160 löndum um heim allan. amfélagsverkefnið nær til neyðaraðstoðar, skóla, barnaheimila, læknastofa, flóttamannaaðstoðar, sjálfbærra samfélagsþróunarverkefna og annarra skamm- eða langtímaverkefna sem hjálpar fólki að vera sjálfum sér nægt.

Ananda Marga, sem þýðir „Path of bliss“ (leið sælunnar) er einnig andleg hreyfing tileinkuð alls kyns framförum í lífi manneskjunnar, líkamlegu, hugrænu og andlegu. Trúboðsstarfsmenn þess veita félagsþjónustu og eru þjálfaðir í að kenna jóga og hugleiðslu.

Fulltrúi Ananda Marga WWD í Sælukoti er Acharya (Didi). Hlutverk fulltrúans er að innleiða/viðhalda nýhúmanískri starfsemi skólans og þeir koma einnig í kennslustofur og taka þátt í og innleiða kennslu í hugleiðslu, jóga og siðfræði. Skólastjóri leiðir starfsemi skólans og er jafnframt framkvæmdastjóri.

Sælutröðsnefnd er skipuð meðlimum samfélagsins þar á meðal einu foreldri, tveimur starfsmönnum og tveimur félögum Ananda Marga sem hafa þekkingu á lögum, fjármálum,menntun, stjórnun o.s.frv.