Yatra-mat 3

Starfsmannastefna Sælukots byggir á Ný- húmanisma og þeim gildum sem Ný- húmanismi stendur fyrir. ( Sjá starfmannahandbók). Lögð er áhersla á góða hegðun Í ný-húmanískum skólum. Ný-húmanískir kennarar sem stunda andlega iðkun kenna aðeins það sem þeir sjálfir hafa náð tökum á. Við ættum alltaf að fyrirgefa fólki þótt það geri eitthvað á okkar hlut, en ef einhver gerir eitthvað sem skaðar samfélagið þarf hinn seki að bæta fyrir slíkt. Við skulum reyna að vera víðsýn, þroska með okkur alheimslegt sjónarhorn því þá sjáum við hlutina í alheimslegu samhengi. Látum ekki smámál valda okkur hugarangri. Allir þurfa að hafa stjórn á huga sínum og athöfnum. Annars er hætta á að stjórnlaus svölun langana nái yfirhöndinni. Þá völdum við bæði sjálfum okkur og öðrum erfiðleikum. Ef maður er alltaf reiðubúinn að fórna öllu fyrir andlega samfæringu sína, þá styrkir það hugann og maður stendur óhagganlegur á traustum grunni. Mikilvægt er að aga sjálfan sig, t.d. til að hafa stjórn á matgræðgi þá þýðir ekki að ætla að hætta að borða. Betra er að reyna að hafa stjórn á græðginni, borða minna og sjaldnar, slíkt hjálpar manni til að þroska viljastyrk. Hlýtt og glaðlegt viðmót er eftirsóknarvert. Vert er að reyna að halda því þótt eitthvað bjáti á jafnvel þegar maður á í miklum átökum við sjálfan sig. Ef við reynum á erfiðleikatímum að vera kát og glöð þá leysast erfiðleikarnir smám saman upp. Siðferðislegt hugrekki öðlast menn með því að hafa skýran skilning á andlegri hugmyndafræði og með hollustu og lotningu fyrir hinni æðstu alheimslegu vitund. Þekking er ekki nægjanleg athafnir þurfa að fylgja á eftir. Okkur hættir til að gagnrýna aðra þótt oftast sé einmitt það sem við gagnrýnum hjá öðrum okkar eigin lestir. Því er heillaráð að spyrja sig hvort maður gefi sjálfur gott fordæmi áður en maður gagnrýnir eitthvað í fari annarra. Til að forðast slæmar venjur þarf að vera vel á verði gegn mistökum. Betra er að viðurkenna mistök sín og fá þau leiðrétt en að hylma yfir þau. Ef við viðurkennum mistök okkar minnka líkur á að þau hendi okkur aftur. Fólk sem hefur skoðanir eða aðhefst eitthvað sem er andstætt andlegum hugmyndum getur verið slæmur félagsskapur. Umgangast þarf slíkt fólk með skynsemi og ósveigjanlegri afstöðu þótt þeim sé sýnd samúð og kærleikur. Forðast skal of mikla málgefni. Orð þess sem talar lítið hafa meira gildi. Skipulag er nauðsynlegt til að viðhalda þjóðfélagi. Halda þarf uppi reglum og aga svo fólk geti unnið saman. Vert er að hlýða þeim reglum um aga sem samfélagið krefst. Allir þurfa að axla ábyrgð, við megum ekki gleyma ábyrgð okkar. Að gleyma ábyrgð sinni felur í sér niðurlægingu heildarinnar(Shraddananda, 1978).

Ný- húmanisma

Starfsmannastefna Sælukots byggir á Ný- húmanisma og þeim gildum sem Ný- húmanismi stendur fyrir. ( Sjá starfmannahandbók). Lögð er áhersla á góða hegðun Í ný-húmanískum skólum. Ný-húmanískir kennarar sem stunda andlega iðkun kenna aðeins það sem þeir sjálfir hafa náð tökum á. Við ættum alltaf að fyrirgefa fólki þótt það geri eitthvað á okkar hlut, en ef einhver gerir eitthvað sem skaðar samfélagið þarf hinn seki að bæta fyrir slíkt. Við skulum reyna að vera víðsýn, þroska með okkur alheimslegt sjónarhorn því þá sjáum við hlutina í alheimslegu samhengi. Látum ekki smámál valda okkur hugarangri. Allir þurfa að hafa stjórn á huga sínum og athöfnum. Annars er hætta á að stjórnlaus svölun langana nái yfirhöndinni. Þá völdum við bæði sjálfum okkur og öðrum erfiðleikum. Ef maður er alltaf reiðubúinn að fórna öllu fyrir andlega samfæringu sína, þá styrkir það hugann og maður stendur óhagganlegur á traustum grunni. Mikilvægt er að aga sjálfan sig, t.d. til að hafa stjórn á matgræðgi þá þýðir ekki að ætla að hætta að borða. Betra er að reyna að hafa stjórn á græðginni, borða minna og sjaldnar, slíkt hjálpar manni til að þroska viljastyrk. Hlýtt og glaðlegt viðmót er eftirsóknarvert. Vert er að reyna að halda því þótt eitthvað bjáti á jafnvel þegar maður á í miklum átökum við sjálfan sig. Ef við reynum á erfiðleikatímum að vera kát og glöð þá leysast erfiðleikarnir smám saman upp. Siðferðislegt hugrekki öðlast menn með því að hafa skýran skilning á andlegri hugmyndafræði og með hollustu og lotningu fyrir hinni æðstu alheimslegu vitund. Þekking er ekki nægjanleg athafnir þurfa að fylgja á eftir. Okkur hættir til að gagnrýna aðra þótt oftast sé einmitt það sem við gagnrýnum hjá öðrum okkar eigin lestir. Því er heillaráð að spyrja sig hvort maður gefi sjálfur gott fordæmi áður en maður gagnrýnir eitthvað í fari annarra. Til að forðast slæmar venjur þarf að vera vel á verði gegn mistökum. Betra er að viðurkenna mistök sín og fá þau leiðrétt en að hylma yfir þau. Ef við viðurkennum mistök okkar minnka líkur á að þau hendi okkur aftur. Fólk sem hefur skoðanir eða aðhefst eitthvað sem er andstætt andlegum hugmyndum getur verið slæmur félagsskapur. Umgangast þarf slíkt fólk með skynsemi og ósveigjanlegri afstöðu þótt þeim sé sýnd samúð og kærleikur. Forðast skal of mikla málgefni. Orð þess sem talar lítið hafa meira gildi. Skipulag er nauðsynlegt til að viðhalda þjóðfélagi. Halda þarf uppi reglum og aga svo fólk geti unnið saman. Vert er að hlýða þeim reglum um aga sem samfélagið krefst. Allir þurfa að axla ábyrgð, við megum ekki gleyma ábyrgð okkar. Að gleyma ábyrgð sinni felur í sér niðurlægingu heildarinnar(Shraddananda, 1978)

Viðbrögð við áföllum

Áfallateymi verður stofnað þegar viðræðum við sálfræðing o.fl lýkur.

Hlutverk áfallateymis er að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust við áföllum.

Áföll:    Alvarleg slys (nemanda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks).

             Alvarleg veikendi (nemanda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks).

           Langvinnir sjúkdómar (nemanda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks).

            Andlát (nemanda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks).

Þegar slys verður á nemanda í leikskólanum:

1. Hafa samband við foreldra og lögreglu.

2. Ákveða hvernig bregðast skuli við.

3. Ræða við börn sem tengjast málinu.

4. Leikskólastjórar senda bréf heim með börnunum svo réttar upplýsingar fari heim.

5. Leikskólastjórar halda fund með starfsfólki.

Taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin

Jafnréttisáætlun

Við leikskólann Sælukot er leitast við að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Markvisst er unnið að því að veita börnunum hvatningu til að rækta sérkenni sín.

Markmið jafnréttisáætlunar í leikskólanum Sælukoti er að stuðla að jafnri stöðu allra barna í skólanum og stuðla að því að jafnrétti verði eðlilegur þáttur í skólastarfinu, bæði hvað varðar starfsfólk og börn.

Unnið er gegn mismunun kynjanna, kynþáttafordómum, stéttarhroka og fordómum gegn fötluðum. Skólabúningar, fjölbreytilegur uppruni og litarháttur barna og starfsfólks er til marks um það.

Rýmingaráætlun fyrir leikskólann Sælukot

  1. Leikskólastjórar eða staðgengill kanna upptök elds og hafa samband við 112. 2. Hópstjórar undirbúa rýmingu skólans og taka með nafnalista. Börnin fara í skó

og hópstjórar taka yfirhafnir ef aðstæður leyfa, athugið að hópstjórar  bera

ábyrgð á rýmingu sinnar stofu.

Börn yfirgefa ekki kennslustofu fyrr en hópstjóri hefur kannað hvort

útgönguleiðin er greið.  Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur.  3. Sá sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka dyrum á eftir sér til að draga

úr reykflæði um bygginguna.

  1. Söfnunarsvæði. Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt

svæði. Hópstjórar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir hafi komist út. Ef

einhvern vantar tilkynna  skólastjórar eða staðgengill það.

  1. Leikskólastjórar eða staðgengill fara á milli hópa og fá upplýsingar um hvort

einhver hafi ekki skilað sér með hópunum út.

  1. Slökkvilið kemur á staðinn. Leikskólastjórar eða staðgengill gefa stjórnanda

slökkviliðs upplýsingar um hvort einhver hafi orðið eftir inni.

  1. Allir í öruggt skjól. Farið með börn og starfsfólk í nærliggjandi hús.
  2. Allir taka þátt. Virkja skal sem flesta starfsmenn skólans í hlutverk, t. d. að

halda opnum dyrum og  loka á eftir.

  1. Láta foreldra vita. Hafa samband við foreldra/forráðamenn barna til að

tryggja að upplýsingar um atburð berist eftir réttum leiðum.

  1. Sálrænn stuðningur. Leikskólastjórar meta hvort leita þarf eftir aðstoð utanaðkomandi til að veita börnum, starfsfólki og/eða foreldrum sálrænan stuðning eða áfallahjálp. Slökkvilið getur þá haft milligöngu um slíka aðstoð.
Mat-á-námi-og-velferð-barna.

Menntamálaráðuneytið gefur út Aðalnámskrá leikskóla. Hún er fagleg stefnumörkun og lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf. Hún inniheldur hugmyndafræði leikskóla, markmið og leiðir. Aðalnámskrá er ákveðinn rammi um leikskólastarfið og undirstaða frekari skólanámskrárgerðar.

Lög um leikskóla nr.90/2008,2.grein „Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og arfleifð íslenskrar menningar.

Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skulu vera:  a. að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra,  b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku,  c. að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar,  d. að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra,  e. að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í  lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun,  f. að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja  sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.”

Grunnþættir menntunar Sú menntastefna sem birt er í aðalnámskrá leikskóla er reist á sex grunnþáttum menntunar sem eru leiðarsljós við námskrárgerðina.

· Læsi

· Sjálfbærni

· Heilbrigði og velferð

· Lýðræði og mannréttindi

 · Jafnrétti

· Sköpun

Áætlun leikskólans Sælukots er að starfa eftir ofangreindum lögum og reglugerðum, jafnhliða  kennslu í Ný-húmanískum fræðum. Við mat á námi og færni barnanna er stuðst við „Smábarnalistann“ þroskalista handa mæðrum 15 – 38 mánaða barna. Fylgst er með þroska, námi og velferð barnanna.

Auk þess er lögð áhersla á: alhliða þroska, sjálfstæði, áhugasvið, þátttöku í leik úti og inni, félagsfærni og samkennd, frumkvæði og sköpunarkraft, tjáningu og samskipti.

Sérstakt eyðublað er notað til að safna upplýsingum á sem eru síðan notaðar í foreldraviðtölum.

Áætlun-vegna-sérkennslu-og-sérfræðiþjónustu.

Áætlun vegna sérkennslu og sérfræðiþjónustu.

Sérkennsla er yfirhugtak, sem notað er til að skilgreina þá aðstoð sem leikskólum er veitt vegna barna með sérþarfir. Leikskólastjórar hafa umsjón með sérkennslu í leikskólanum. Ef grunur leikur á að barn í Sælukoti þarfnist sérkennslu er fylgst sérstaklega vel með því og í framhaldi af því eru gerðar ráðstafanir sem hægt er að gera innan ramma leikskólastarfsins. Ef ástæða þykir til frekari aðgerða er barninu, í samráði við foreldra, vísað til nánari greiningar. Í foreldraviðtali er leitað eftir áliti foreldra og rætt um það hvað leikskólinn er að gera til að örva þroska barnsins og hvers vegna. Leikskólinn getur kallað eftir þjónustu sérfræðinga, sérkennara, talkennara, iðjuþjálfa og sálfræðings o.fl.  Leikskólinn Sælukot er í samvinnu við þjónustumiðstöðina  Vesturgarð, Erla Sveinbjarnardóttir hefur komið frá Vesturgarði og unnið með börnum frá Sælukoti.