Leiðarljós heimspekinnar í Sælukoti, nýhúmaníska leikskóla Ananda Marga, (NHE) byggist á nýhúmanisma: að bera hlýhug til allra (óháð kynþætti, menningu eða trúarbrögðum) dýra, plantna og heimsins alls. Við notum leikbrúður, tónlist, leiklist, sögur, íþróttir, leiki, jóga, náttúruna, myndlist, könnunarleiðangra, garðyrkju, sjónræn verkefni ásamt miklum leik, ást og umhyggju. Einstaklingsþróun felur í sér kennslu andlegra hugtaka svo sem alhliða ást, hugleiðslu og jóga, siðferði (siðferðis gildi) heiðarleika, kennslu og mannlega færni svo sem kurteisi, samvinnu, samskipti, ákvarðanatöku, lausn átaka og úrlausn vandamála.

Við stefnum að eftirfarandi sem byggir á sameiginlegu viðhorfi okkar til nýhúmanískar menntunnar:

  • Þroska alla eiginleika hvers barns: líkamlega, andlega og trúarlega
  • Vekja þorsta eftir þekkingu og ást á námi
  • Auðvelda persónulegan vöxt á sviðum eins og siðferði, heiðarleika,s jálfstrausti og samvinnu
  • Þróa líkamlega vellíðan og andlega getu með hugleiðslu,jóga og leik
  • Þróa tilfinningu fyrir fagurfræði og læra að meta menningu með leiklist, dansi, tónlist, myndlist og menningu frumbyggja
  • Efla vitund um vistfræði í víðasta skilningi, þ.e.a.s. hvetja til virðingar og umhyggju fyrir öllum lifandi verum
  • Viðurkenna mikilvægi kennara og foreldra sem fyrimynda
  • Hvetja til víðsýni, sem er laus við mismunun á grundvelli trúarbragða, kynþáttar, trúarskoðana eða kyns
  • Virða heilsu okkar og umhverfið með því að biðja fjölskyldur um að útvega ávexti/grænmeti fyrir nesti og lágmarka magn allra umbúða sem komið er með í skólann

Við trúum á sérstöðu hvers barns, að hvert barn hafi einstaka hæfileika, læri á sínum hraða og hafi sérstaka leið/ aðferð til að tileinka sér þekkingu. Starf kennarans er að sjá, með kærleika, sérstöðu hvers barns svo þau nái að blómstra frjálst á sínum hraða í því umhverfi sem hentar þeim best. Hvert barn hefur margar hliðar til að meta og bæta. Sem hluta af nýhúmanisma er vitund um vistfræði efld til að átta sig á samhengi hlutanna og hvetja til virðingar og umönnunar allra lifandi vera og umhverfisins. Í beinu áframhaldi af því neyta kennarar og aðrir starfsmenn skólans grænmetisfæðu í skólanum.

Börn eru miklir hugsuðir og við virðum þeirra sérstöku áhugamál, færni og þekkingu. Við erum talsmenn þess að öll börn fái réttlát tækifæri, aðgang og árangur, líka þau sem eru með viðbótarþarfir.

Við teljum að skóli sem augljóslega ber svo mikla virðingu fyrir börnum, vekji hjá þeim mikið traust, aukið sjálfstraust og opinn huga til að virða og meta hugmyndi annarra.