Sótt er um leikskólavist á heimasíðu Sælukots   

        Umsókn um skólavist – Saelukot  Leikskóladvöl er úthlutað eftir aldri barna.                      

                Sælukot tekur við börnum frá 12 mánaða aldri.

Úthlutun /innritun í leikskóla

Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst. Röð á biðlista ræður hvaða barn er næst inn, eldri börn ganga fyrir yngri börnum. Ýmislegt getur þó haft áhrif á biðlistann eins og td á hvaða deild er laust pláss og hvort að barn á systkyni á leikskólanum.

Innritun

Foreldrum er sendur tölvupóstur þegar barn fær leikskóladvöl. Dvöl er háð því skilyrði að foreldri skuldi ekki leikskólagjöld. Foreldrar hafa 10 daga umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista.

Uppsagnarfrestur

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl. Gefinn er 10 daga frestur til að ganga frá skuldinni ella verður barnið að hætta á fyrrgreindum tíma. Að þeim tíma liðnum er send lokaaðvörun og lögfræðingi falið að innheimta skuldina.

Dvalarsamningur

Þegar barnið byrjar á leikskólanum er gerður dvalarsamningur.

Starfstími

Leikskólinn eru opinn virka daga kl. 08:00-17.00. 
Leikskólinn er lokaður í júlí