Leikskólinn Sælukot er verkefni á fræðslu og velferðarsviði Ananda Marga. Rekinn af kvennjógum í Ananda Marga. Ananda Marga er alþjóðleg hreyfing sem stofnuð var á Indlandi 1955 af Prabhat Rijan Sarkar (1921-1990). Ananda Marga hefur starfað að mannúðar- félags- og menntamálum í 160 löndum um allan heim. Stór hópur sjálfboðaliða (jóga) vinna að neyðaraðstoð, reka skóla og barnaheimili, heilsustofnanir, flóttamannaaðstoð og samfélagsþjónustu. Auk lengri og styttri námskeiða sem styrkja fólk og stuðla að betra lífi.