HVAÐ ER NÝHÚMANISMI?

"Þegar hugarfarið sem liggur til grundvallar mannúðarhyggju nær til alls, bæði lifandi og lífvana í þessum alheimi þá hef ég nefnt það Ný-Húmanisma. Þessi Ný-Húmanismi mun lyfta mannúðarhyggju upp til alheimshyggju, ást á öllu sköpunarverkinu". (P.R. Sarkar )

Ný-Húmanismi er ný siðfræði fyrir nýtt árþúsund. Hann dýpkar skilning okkar á því hvað er að vera manneskja með því að skerpa meðvitund okkar um tengsl okkar við alheiminn. Með Ný-Húmanisma er okkur boðið að sjá inn í óravíddir og leyndardóma lífsins. Leiðandi hugsuður Ný-Húmanisma er indverski heimspekingurinn, þjóðmálafrömuður og dulspekingur, Prabhat Rainjan Sarkar (1921-1990). Ný-Húmanismi er heimspekilegur í framsetningu, byltingarkenndur í hugsun og andlegur í afstöðu. Hann er hugarfar góðvildarinnar. Til að kenna ást verður maður að elska. Til að elska verður maður að sjá það guðdómlega í öllu. Til að sjá það guðdómlega í öllu verðum við að hugleiða hið guðdómlega sjálf innra með okkur öllum og dansa við guðdóminn á lífsleið okkar.

” Ný-Húmanismi er ný skilgreining á Húmanisma. Húmanismi (Mannúðarstefna) og mannkyn hafa verið mjög vinsæl orð síðustu aldirnar en einungis mannkynið hefur fallið undir mannúðarstefnu. Sú skilgreining er ekki fullnægjandi, hún svarar ekki kröfum mannlegs samfélags í þróun. Því skyldi ást og umhyggja hins þróaða mannshuga einungis taka til mannanna sjálfra en ekki allra lifandi vera, þar með talið jurta?

Þetta er hin nýja skilgreining á Húmanisma, Ný-Húmanismi. Hann nær til alls lífríkisins. En hver er þá staða hins lífvana heims innan Ný-Húmanisma. Í grundvallaratriðum er nánast enginn munur á lífi gæddum heimi og lífvana. Sumir skýra það svo, að þegar hreyfing á sér stað innan formgerðar þá teljist hún lifandi en að öðrum kosti lífvana. En þessi skýring er ekki fullnægjandi vegna þess að það er hreyfing innan bæði lifandi og lífvana hluta. Ný-Húmanismi nær þannig til mannvera, dýra, plantna og lífvana tilvistar ekki síður, allt niður til smæstu einda atómsins.”  P.R. Sarkar

Markmið og hugsjónir í ný-húmanískri menntun leikskólabarna:

  • að börnin taki veröldinni af einlægri forvitni, elsku og umhyggju fyrir henni í stóru og smáu.
  • að leyfa sérhverju barni að þróa hæfileika sína til fulls;
  • að vekja þorsta eftir þekkingu og ást á námi;
  • að kenna nemendum að tileinka sér þekkingu og efla aðra hæfileika þeirra sem nauðsynlegir eru til æðra náms;
  • að auðvelda vöxt einstaklingsins á sviðum eins og siðferði, heiðarleika, sjálfstrausti, sjálfsaga og samvinnu;
  • þróa líkamlega vellíðan og andlega getu með jóga og einbeitingartækni, íþróttum og leik;
  • að þróa tilfinningu fyrir fagurfræði og að læra að meta menningu í gegnum leiklist, dans, tónlist og myndlist;
  • að hvetja nemendur til að verða virkir og ábyrgir félagar í samfélaginu;
  • að stuðla að vitund um vistfræði í víðasta skilningi (þ.e.a.s. að átta sig á samspili allra hluta) og hvetja til virðingar og umönnunar allra lifandi vera;
  • að hvetja til víðsýni, lausa við mismunun á grundvelli trúarbragða, kynþáttar, trúarskoðana eða kyns;
  • að virða mikilvægi fordæmis kennara og foreldra.