Frá árinu 2016 eru skólabúningar í leikskólanum Sælukoti skylda, þar sem þeir hjálpa til við að draga úr félagslegri spennu á leikskólanum. Það er vegna þess að ekki geta allir foreldrar fylgt nýjustu straumum í tísku þegar kemur að klæðnaði barnins. Að klæðast skólabúningi er mjög mikilvægt vegna þess að það gefur krökkum / nemendum þá tilfinningu að þau tilheyri öll einu samfélagi. Skólabúningur minnkar fatakostnað foreldra, og gerir þeim kleift að spara. Foreldrar þurfa aðeins að kaupa skólabúninginn einu sinni og þá er það búið. Ef foreldrar þurfa hins vegar að eyða í nýjustu tískufötin fyrir börnin getur það kostað háar fjárhæðir. Skólabúningur stuðlar að árangursríkara námi barnana. Þau einbeita sér frekar að námi í stað klæðnaðar. Ef börn fá leyfi til að klæðast venjulegum fötum fá þau meiri áhuga á fötum og verða áhyggjufull og spennt yfir því hvaða föt þau eigi að fara í til að vera flottari (en aðrir) í skólanum.
Vel merktar eigur (föt, skór, leikföng, teppi og fl.) hjálpar okkur að tryggja að þeim sé skilað til réttra eigenda. Vinsamlegast merkið barninu allar þess persónulegu eignir. Vinsamlega merkið ÖLL föt og ALLA hluti vel til að fyrirbyggja að hlutir tapist. Sérstakir fatapennar eru til og einnig er hægt að kaupa fatamerki hjá Rögn (rogn.is) Föt eru geymd í hólfum og á snaga svo það er óþarfi að koma með tösku undir þau en rúmföt eiga að vera í poka eða léttri tösku. Foreldrar eiga að tæma hólf á föstudögum og rúmföt eru tekin heim og þrifin.