Bit Stefna

Við skiljum það sem leikskóli að því miður koma upp bit, þar sem það er algengt hjá börnum sem eru að taka tennur og ungun börnum. Það er sárt fyrir börnin og starfsfólkið sem verður fyrir biti. Þess vegna eru eftirfarandi leiðbeiningar til staðar til að reyna leysa og takmarka þetta mál.

Vinsamlegast að virða það að þegar það er látið foreldra vita af biti þá látum við ekki vita nafnið á barninu sem var að bíta eða sem var bitið. 

Fyrir barnið sem var bitið:

·  Bitið er hreinsað og tekið fyrir

·  Ef það er opið sár þá pössum við það með sárabindi

·  Ef það er lítið bit þá látum við foreldra vita að degi loknum

·  Ef það er stórt bit þá hringjum við strax í foreldra og látum vita 

Fyrir barnið sem að beit

·  Við tölum við barnið og útskýrum að þetta er ekki rétt hegðun

·  Við látum foreldri vita að degi loknum að barnið hafi bitið 

·  Við munum skrásetja atvikið til að fylgjast betur með hvort þetta er að endurtaka sig 

Það eru nokkrar ástæður fyrir því afhverju börn geta bitið. Ef það er vegna tanntöku þá mælum við með að foreldrar hafi samband við tannlækni og fá tanntöku gel. Það getur hjálpað við að létta á sársauka hjá barninu og minnka þörf hjá þeim að bíta. Ef að vandamálið heldur áfram munum við tala við foreldra og biðja um tanntöku dót fyrir þau, sem starfsmaður getur notað til að hjálpa að létta á sársauka hjá barninu. 

Ef bitin halda áfram 

·  Það verður fylgst vel með því barni til að koma í veg fyrir bit. Starfsfólk verður látið vita af því barni frá öðrum svæðum líka, eins og útiveru og í hvíldinni 

·  Starfsfólk á deildinni mun fylgjast með barninu til að reyna að finna út hvað gæti verið að valda því að barnið sé að bíta (tanntaka, pirringur, tjáning, samskipti, og fleira) 

·  Barni verður gefið jákvæða athygli og samþykki fyrir jákvæða hegðun

·  Ef þetta verður áfram vandamál verður fundur með foreldrum 

Stefna varðandi ryskingar

Það er litið svo á að högg sé algeng hegðun hjá leikskólabörnum. Lítil börn lemja venjulega vegna þess að þau hafa ekki orðin til að tjá tilfiningar sínar, pirring eða ótta, þó að það geti líka verið afleiðing af einhverju einföldu, einsog barn að prófa mörkin, leita eftir athygli, eða jafnvel gegn innsæi, sýna ástúð. Eftirfarandi aðgerðum verður fylgt eftir af kennurunum á deildinni þegar það er högg atvik milli hvers barns.

  • Með því að segja “nei” myndi strax aðskilja börnin og fá þau til að setjast niður. Fyrst að ganga úr skugga um að fórnarlambið væri í lagi og bjóða hjálp ef þess þarf.
  • Að ræða við barnið og segja því að það er í lagi að finna fyrir uppnámi, en það er aldrei í lagi að særa einhvern annan

Að kenna viðeigandi hegðun td: kurteisi, 

  • Að æfa forvarnir með því að taka eftir því hvort barn virðist vera að þreytast, svangt, svekkt eða í uppnámi og grípa þá inní áður en ástandið fer í það að lemja eða bíta 
  • Fylgstu náið með börnunum með sögur um að lemja, bíta eða lenda í slagsmálum
  • Skipuleggja fund með foreldrum barnsins og vinna saman ef þess er krafist að bæta ástandið
  •  
  • Ef hegðunin heldur áfram þá mun kennarinn eða yfirkennarinn eiga fund aftur með foreldrum og reyna að leysa þetta saman frá báðum endum
  • Ef barnið þitt hefur viðvarandi vandamál með að bíta, lemja eða berjast, jafnvel eftir að hafa reynt að leiðrétta hegðunina, getur þú íhugað að leita til fagaðila hjá barnalækni eða barnasálfræðing