Sérkennsla er yfirhugtak, sem notað er til að skilgreina þá aðstoð sem leikskólum er veitt vegna barna með sérþarfir. Leikskólastjórar hafa umsjón með sérkennslu í leikskólanum. Ef grunur leikur á að barn í Sælukoti þarfnist sérkennslu er fylgst sérstaklega vel með því og í framhaldi af því eru gerðar ráðstafanir sem hægt er að gera innan ramma leikskólastarfsins.
Ef ástæða þykir til frekari aðgerða er barninu, í samráði við foreldra, vísað til nánari greiningar. Í foreldraviðtali er leitað eftir áliti foreldra og rætt um það hvað leikskólinn er að gera til að örva þroska barnsins og hvers vegna. Leikskólinn getur kallað eftir þjónustu sérfræðinga, sérkennara, talkennara, iðjuþjálfa og sálfræðings o.fl.
Leikskólinn Sælukot er í samvinnu við þjónustumiðstöðina Vesturgarð, Erla Sveinbjarnardóttir hefur komið frá Vesturgarði og unnið með börnum frá Sælukoti.