HVAÐ ER NÝHÚMANISMI?

Nýhúmanismi er heildræn heimspekikenning útfærð af Prabhat Ranjan Sarkar í bók hans The Liberation of Intellect: Neohumanism (ISBN 81-7252-168-5) sem kom út árið 1982.

Með nýhúmanisma endurskilgreinir Sarkar bæði mannkynið og húmanisma, auk ýmissa skyldra hugtaka. Að auki kynnir Sarkar mörg ný hugtök sem ætlað er að auðvelda bæði þroska einstaklingsins og heildarinnar.

Í þessari heimspeki gegnir alheimsstefnan aðalhlutverki. Ef húmanismi hefur tilhneigingu til að líta eingöngu til mannsins í heimsmynd sem setur manneskjuna í aðalhlutverk, þá hefur nýhúmanisma verið lyft upp í alheimshyggju, að sögn Sarkar.

Þá má segja að þetta stig gangi lengra en aðrar heimssýnir sem tengjast trúarbrögðum. Það hefur engin heildarmarkmið heldur einblínir á tilveru einstaklingsins.

Við teljum að öll fyrirbæri, hvort sem þau eru lifandi eða dauðir hlutir, hafi eðlislæga sameiginlega þætti. Það sé meðfædd eining sem sameini allar verur, líflegar og lífvana. Nýhúmanismi er húmanismi fortíðarinnar, húmanismi samtímans og húmanismi – eins og var útskýrt hér að ofan – framtíðar. Með því að skilgreina mannkyn og húmanisma uppá nýtt verður leiðin til þroska greiðari. Nýhúmanismi mun veita nýjan innblástur og nýja túlkun á hugmyndum um mannlega tilvist. Hann mun hjálpa fólki að skilja,að manneskjur sem eru hugsandi verur og greindustu verurnar í þessum heimi, verða að axla þá miklu ábyrgð að hugsa um alheiminn,verða að sætta sig við að þessi mikla ábyrgð hvílir á þeim.

Til að þroska alla eignleika barnsins (líkamlega, andlega og trúarlega) notar nýhúmanismi aðferðir sem þroska bæði hug og hönd. Aðferðafræðin við nýhúmanisma er sveigjanleg, skapandi og menningarlega næm og styrkir börn inná við (persónulegan þroska) og út á við og með kennslu í hefðbundnum skólafögum sköpun og listum (bókmenntum, myndlist, tónlist og leiklist) líkamsrækt og annarri lífsleikni.