Skip to content
- Leikskólastjórar eða staðgengill kanna upptök elds og hafa samband við 112.
- Hópstjórar undirbúa rýmingu skólans og taka með nafnalista. Börnin fara í skó
og hópstjórar taka yfirhafnir ef aðstæður leyfa, athugið að hópstjórar bera
ábyrgð á rýmingu sinnar stofu.
Börn yfirgefa ekki kennslustofu fyrr en hópstjóri hefur kannað hvort
útgönguleiðin er greið. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur.
- Sá sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka dyrum á eftir sér til að draga
úr reykflæði um bygginguna.
- Söfnunarsvæði. Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt
svæði. Hópstjórar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir hafi komist út. Ef
einhvern vantar tilkynna skólastjórar eða staðgengill það.
- Leikskólastjórar eða staðgengill fara á milli hópa og fá upplýsingar um hvort
einhver hafi ekki skilað sér með hópunum út.
- Slökkvilið kemur á staðinn. Leikskólastjórar eða staðgengill gefa stjórnanda
slökkviliðs upplýsingar um hvort einhver hafi orðið eftir inni.
- Allir í öruggt skjól. Farið með börn og starfsfólk í nærliggjandi hús.
- Allir taka þátt. Virkja skal sem flesta starfsmenn skólans í hlutverk, t. d. að
halda opnum dyrum og loka á eftir.
- Láta foreldra vita. Hafa samband við foreldra/forráðamenn barna til að
tryggja að upplýsingar um atburð berist eftir réttum leiðum.
- Sálrænn stuðningur. Leikskólastjórar meta hvort leita þarf eftir aðstoð
utanaðkomandi til að veita börnum, starfsfólki og/eða foreldrum sálrænan
stuðning eða áfallahjálp. Slökkvilið getur þá haft milligöngu um slíka aðstoð.