Nýhúmanismi er heildræn heimspekikenning útfærð af Prabhat Ranjan Sarkar í bók hans The Liberation of Intellect: Neohumanism (ISBN 81-7252-168-5) sem kom út árið 1982.
Með nýhúmanisma endurskilgreinir Sarkar bæði mannkynið og húmanisma, auk ýmissa skyldra hugtaka. Að auki kynnir Sarkar mörg ný hugtök sem ætlað er að auðvelda bæði þroska einstaklingsins og heildarinnar.