Jákvæð og uppbyggileg samskipti í barnahópnum
Börn endurskapi upplifun sína og reynslu í leik og skapandi starfi
Þau tjá sig með fjölbreyttum hætti og ólíkum efnivið
Kynnast tungumálinu ( íslensku) og möguleikum þess ( orðaval,
orðanotkun), efla íslenska málvitund, læra ný orð og hugtök
Þau þróa læsi í víðari skilningi ( sjónrænar vísbendingar, læsi í samskiptum,
læsi í umhverfinu, tölvur, blöð( fréttir, frásagnir), ljósmyndir,
fjölmenningin,
Öðlast skilning á að ritað mál og tákn hafa merkingu
Deila skoðunum sínum og hugmyndum
Nýta margvíslegar leiðir og ólíka tækni til að nálgast upplýsingar og setja
fram hugmyndir sínar
Velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu
Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Með því tjá þeir hugsanir
sínar og tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. Í frumbernsku og á leikskólaaldri er lagður
grundvöllur að málþroska barna. Segja má að málörvun gangi eins og rauður þráður í
gegnum allt leikskólastarfið. Mikilvægt er að mál og málörvun greinist ekki frá frá öðrum
uppeldisþáttum.
Í Sælukoti er lögð mikil áhersla á lestur bóka og þau nánu samskipti sem skapast þegar lesið
er fyrir börnin. Einnig skoða börnin bækur og þykjast lesa. Reynt er að vekja áhuga barnanna
á að læra ný orð til að auka orðaforða þeirra. Farið er á bókasöfn og hlustað á sögustund