Við leikskólann Sælukot er leitast við að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi. Markvisst er
unnið að því að veita börnunum hvatningu til að rækta sérkenni sín.
Markmið jafnréttisáætlunar í leikskólanum Sælukoti er að stuðla að jafnri stöðu allra barna í
skólanum og stuðla að því að jafnrétti verði eðlilegur þáttur í skólastarfinu, bæði hvað varðar
starfsfólk og börn.
Unnið er gegn mismunun kynjanna, kynþáttafordómum, stéttarhroka og fordómum gegn
fötluðum. Skólabúningar, fjölbreytilegur uppruni og litarháttur barna og starfsfólks er til
marks um það.