Leikskólinn Sælukot stendur nú steinsnar frá sjávarsíðunni, við hlið flugvallarins í Reykjavík, þar sem sjávarloftið og fjaran leika stóran þátt í daglegu lífi barnanna. Í garðinum hjá okkur má finna hóla þar sem hægt er að standa og fylgjast með flugvélunum taka á loft, skemmtilegar rólur, sandkassa, matjurtagarð, plöntur, blóm og tré sem jafnvel er hægt að príla aðeins í. Á stefnuskránni er svo að nýta stærsta hólinn betur, byggja þar rennibraut auk þess að setja pall efst og kaðla til að klifra upp á hólinn!

Upprunalega var Sælukot stofnað árið 1977, þá á Íslandi fyrsti Ný-Húmaníski leikskólinn í Evrópu. Hann var stofnaður af félögum úr jógahreyfingunni Ananda Marga á Íslandi og nefndur Sælukot. Nokkrum árum síðar kom Didi Ananda Sukriti til Íslands til þess að veita skólanum forstöðu. Didi, eða ”litla appelsínugula nunnan” eins og hún var oft kölluð tók mjög virkan þátt í samfélaginu í Reykjavík. Einn af núverandi kennurum skólans á bernskuminningar um Didi á ferðinni hér og þar um bæinn. Auk starfs Didi við skólann var hún einnig vel þekkt sem “appelsínugula nunnan sem gaf okkur ókeypis súpu”. Unglingarnir héngu gjarnan niðri í bæ og Didi hafði gaman af að færa þeim mat. Það voru hin jákvæðu samskipti hennar við félaga Ananda Marga, foreldra, kennara, samfélagið og áhrifafólk í samfélaginu sem gerðu henni kleyft að byggja skólanum það húsnæði sem hann hefur notið æ síðan. Margir lögðu fram ómælda sjálfboðavinnu við skólastarfið og við byggingu skólahússins. Þetta uppbyggingarstarf naut velvildar borgaryfirvalda og þáverandi borgarstjóri Davíð Oddson sýndi því sérstakan áhuga. Skólinn naut og velvildar þáverandi forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, sakir góðra tengsla Didi og hennar. Frú Vigdís heimsótti skólann og leikskólabörnin höfðu um árabil að reglu að færa forsetanum blóm á afmælisdegi hennar og sungu fyrir hana.

Árið 1995 urðu yfirmannaskipti í skólanum. Didi Ananda Tapatii kom til Íslands og tók við skólanum, en “litla appelsínugula nunnan” fór til þjónustustarfa annars staðar í heiminum. Nýja Didi lagði mikla atorku í skólastarfið á starfsárum sínum.Sú nýsköpun í skólastarfinu og ekki síst sú ást og umhyggja sem hún sýndi börnum skólans, foreldrum þeirra og starfsfólki efldi skólann enn í starfsemi sinni og því áliti sem hann naut í samfélaginu. Vegna vinsælda skólans og hversu langur biðlistinn var, tók Didi þá ákvörðun að byggja við skólann. Árið 2001 var búið að bæta við skólann stórri leikstofu, nýju baðherbergi, tveimur minni herbergjum, sólstofu, íþróttaaðstöðu, nýju grindverki kringum lóðina, bílastæði, litlum garði og nýjum leiktækjum á leiksvæðið. Didi starfaði í rúm 10 ár á Íslandi. Fleiri Didiar hafa ljáð skólanum krafta sína, Didi Anandamayi, Didi Ananda Nirmala og Didi Ananda Raganuga. Núverandi Didi heitir Ananda Kaostubha. Orðið Didi þýðir systir.

Það er gaman að sjá fyrrum nemendur skólans sem nú eru orðnir fullorðnir, kennara og foreldra, hvernig P.R. Sarkars hefur snert og mótað líf þeirra. Fyrir ekki all löngu birtist frétt af börnum sem höfðu skipulagt tombólu til styrktar Barnaspítalanum. Þau tóku gömlu leikföngin sín og aðra hluti og seldu fyrir framan matvörubúð og gáfu allan ágóða til Barnaspítalans. Börnin voru 8-9 ára gömul og fyrrum nemendur í Sælukoti.

Móðir þriggja barna sem öll voru í Sælukoti sagði eftirfarandi sögu.
Eitt sinn var hún föst í umferðarhnút og mjög ergileg yfir því.
Þá byrjaði 3ja ára sonur hennar Sturla, að kenna henni hugleiðslu. „Lokaðu augunum mamma…. slakaðu á….. og segðu….. Baba Nam Kevalam.
Ást er allt í kringum mig.“[:en]Leikskólinn Sælukot was established in Reykjavik in 1977 by a group of margii sisters inspired  by neo-humanistic education. The school was originally a day care center, situated in someone´s house and later on Didi Ananda Sukrti found (Þorragata – 1) current place with the help of Margii Sisters and Brothers. The founder of Neo-humanistic education Shrii P.R. Sarkar wanted to open many kindergarten for the welfare of every society. Over time, the school developed and grew into what is now a pre-school for a larger group of children and with a curriculum that not only includes fun and playing but also a more structured frame work for learning and development.

Didi opened this kindergarten as per Neo humanistic way. Didi, the “little orange nun” played a very active role in the community of Reykjavik. She was also well remembered as “the orange nun who gave free soup.” The teenagers used to hang out downtown and Didi liked to cook for them. It was her positive relationships with the local members of Ananda Marga, parents, teachers, community and many social dignitaries that enabled her to establish Sælukot. The former Prime Minster, David Oddsson, and the president Vigdis played a major role in getting the land and permission to the school. Much credit is also due to sister Anasuya, sister prema, and sister Gayatri who was a young university student at the time and put all her energy into establishing Sælukot.

In 1995 Didi Ananda Tapatii came to Iceland. Her great care of the project and immense love for the parents and children helped Sælukot to remain well respected in Iceland for its innovative children’s program. Due to its popularity and waiting list Didi took the determination to extend the school. In 2001 Sælukot had grown to include a small summer greenhouse, a large classroom, one new bathroom, two new small rooms, parking area, new fencing, and new play ground equipment. later on  Didi Ananda Niirmala, Didi Brcii. AnandaMayii, Didi Ananda Raganuga also gave their valuable contribution to Sælukot. Currently, Didi Ananda Kaostubha has been working in Sælukot since August 2010. As ussual people´s love towards Sælukot is making Sælukot grow bigger. in 2014 Sælukot building got extended again On the ground floor 2 new very large size rooms, 2 stander size bathrooms, staff room, new green house, and on 2nd floor staff´s working area, a big hall for indoor activities, WC, managers´s office room attached with kitchen and bathroom. Current capaicity for Sælukot building is for 72 children as per icelandic regulation. We get financial support from the city only for 39 kids. How Shrii P.R. Sarkar’s teachings have touched and shaped the life of many. As educators we often don’t see the immediate effect of our work in the society, but here, I see flashes of that light: Not long ago there was some publicity about a group of children from our (Sælukot) school who organized a service project at the children’s hospital. They took their old toys and things and sold them at the Market then gave the money to the children’s hospital; they were around 8 or 9 years old, and all graduates of Sælukot.

Another parent, who had all 3 of her children go through our school, told this story. She was stuck in a traffic jam, and very upset when her son Sturtla, 3 yrs. old, began to teach her meditation… saying… “close your eyes….. relax….. and say…. Baba Nam ….Kevalam…Love is all around me” Sælukot is located near the sea, next to an Elderly Care centre and a small local airport.

The setting is big and fresh and great fun. On our land we have a tunnel, teeter-totter, sandbox, swings, climbing structures, etc, outdoor vegetable and flower gardens as well as a few small hills that make for great sledding in the winter! Because of our location we are able to take regular visits to the sea. Iceland is a great place to raise children. With its clean water, air, and  safety they can run and play very freely. I was astounded that even during blizzards the children go out to play. Their mothers say that it is due to the fact that when they are babies they wrap them up well and let them sleep in their buggies outside on the doorstep!

 

[:]