Það ríkti mun meiri ró á Sælukoti en öðrum leikskólum sem ég hef reynslu af. Auðvitað voru læti og hlátrasköll en yfir heildina ríkti meiri ró. Hollur og góður matur er eitthvað sem mér fannst mjög spennandi. Mér fannst gott að dætur mínar fengju ekki unnar kjötvörur í leikskólanum þó að við borðum kjöt heima. Jógaiðkun og hugleiðsla ungra barna er tær snilld. Þvílíkt notalegt og róandi. Ég notast oft við hugleiðsluna heima, sérstaklega fyrir svefninn. Það er dásamlegt. Starfsfólk og börn frá fjölmörgum þjóðum sem opnar augu barnanna fyrir ólíkum menningarheimum og fjölbreytileika fólks og hefða. Stuðlar að meiri umburðarlyndi og opnari huga. Stór og flottur garður með leiktækjum.