Leikskólinn Sælukot fellur undir ERAWS (Education Relief and Welfare Section) Ananda Marga hreyfingarinnar sem snýr helst að menntun, leiðsögn og andlegri kennslu.
Ananda Marga er alþjóðleg hreyfing sem var stofnuð árið 1955 af indverska meistaranum Prabhat R. Sarkar (1921-1990) sem síðar fékk nafnið Anandamurti. Fjöldinn allur af sjálfboðaliðum vinna undir hreyfingu Ananda Marga, í 160 löndum víða um heiminn. Samfélagsleg þjónusta ber þungan af hreyfingunni og kemur að neyðarvörnum hvað varða náttúruhamfarir, flóttamannahjálp, læknisþjónustu, barnaheimili, samfélagsþróun og annarra verkefna til lengri eða skemmri tíma með áherslu á sjálfbærni.
Ananda Marga, sem þýðir “ Leið fullkomnar sælu “, er einnig andleg hreyfing tileinkuð þroska og þróun mannkyns – þar sem áhersla er lögð á jafnvægi líkama, hugar og sálar. Auk félagslegrar þjónustu eru sjálfboðaliðar Ananda Marga þjálfaðir í kennslu hinna ævafornu vísinda jóga og hugleiðslu.