Ný-húmanismi er ný siðfræði fyrir nýtt árþúsund. Hann dýpkar skilning okkar á því hvað er að vera manneskja með því að skerpa meðvitund okkar um tengsl okkar við alheiminn. Með Ný-Húmanisma er okkur boðið að sjá inn í óravíddir og leyndardóma lífsins. Leiðandi hugsuður Ný-Húmanisma er indverski heimspekingurinn, þjóðmálafrömuðurinn og dulspekingurinn, Prabhat Rainjan Sarkar (1921-1990).
Ný-Húmanismi er heimspekilegur í framsetningu, byltingarkenndur í hugsun og andlegur í afstöðu. Hann er hugarfar góðvildarinnar. Til að kenna ást verður maður að elska. Til að elska verður maður að sjá allt sem guðdómlegt. Til að sjá allt sem guðdómlegt verður maður að hugleiða hið guðdómlega sjálf innra með okkur öllum og dansa við guðdóminn á lífsleið okkar.
„Ný-Húmanismi er ný skilgreining á Húmanisma. Húmanismi (Mannúðarstefna) og mannkyn hafa verið mjög vinsæl orð síðustu aldirnar en einungis mannkynið hefur fallið undir mannúðarstefnu. Sú skilgreining er ekki fullnægjandi- hún svarar ekki kröfum mannlegs samfélags í þróun. Því skyldi ást og umhyggja hins þróaða mannshuga einungis taka til mannanna sjálfra en ekki allra lifandi vera þar með talið jurta? Þetta er hin nýja skilgreining á Ný-Húmanisma. Hann nær til alls lífríkisins. En hver er þá staða hins lífvana heims innan Ný-Húmanisma. Í grundvallaratriðum er nánast enginn munur á lífi gæddum heimi og lífvana. Sumir skýra það svo, að þegar hreyfing á sér stað innan formgerðar þá teljist hún lifandi en að öðrum kosti lífvana. En þessi skýring er ekki fullnægjandi vegna þess að það er hreyfing innan bæði lifandi og lífvana hluta. Ný-Húmanismi nær þannig til mannvera, dýra, plantna og lífvana tilvistar ekki síður, allt niður til smæstu einda atómsins.“ P.R. Sarkar.