Ný-húmanismi felur í sér þá afstöðu að hefðbundin mannúðarhyggja skuli ná til alls sem er, lifandi jafnt og lífvana. Leiðir að markmiðum Ný-Húmanisma eru leiðir sjálfbærni. Frá sjónarmiði Ný-Húmanisma jafngildir sjálfbærni framþróun mannkynsins á grundvelli andlegra gilda, sem gefa mannlegri tilveru á öllum sviðum hennar dýpri merkingu: á sviði tilfinninga, siðferðis, vitsmuna og líkama.