Skilgreining

Ný-húmanismi felur í sér þá afstöðu að hefðbundin mannúðarhyggja skuli ná til alls sem er, lifandi jafnt og lífvana. Leiðir að markmiðum Ný-Húmanisma eru leiðir sjálfbærni. Frá sjónarmiði Ný-Húmanisma jafngildir sjálfbærni framþróun mannkynsins á grundvelli andlegra gilda, sem gefa mannlegri tilveru á öllum sviðum hennar dýpri merkingu: á sviði tilfinninga, siðferðis, vitsmuna og líkama.

Efnisleg sjálfbærni (Physical sustainability)

-Vistfræði- að leggja áherslu á samtengingu og tengsl
-PROUT-hagfræði. Áhersla á samvinnu og réttlæti
-Jóga ástundun. Samræmdar líkamlegar æfingar til að styðja og styrkja líkamann.
-Mataræði. Neysla fæðu úr jurtaríkinu er nauðsynleg, umhverfislega, efnahagslega og frá sjónarhóli jóga.
-Líf-sálfræði (Bio-psycology), hjálpar okkur að skilja samspil líkama, hugar og sálar í menntaferlinu.

Hugsýn þessa er: Athafnir mínar hafa áhrif á jörðina og líkama minn, lát mig stíga létt til jarðar og virða fegurðina sem er tilveran sjálf.

Vitsmunaleg sjálfbærni (Intellectual sustainability)

-Eins og ég hugsa, þannig verð ég..
-Hugmyndafræði og skynsemi þurfa að stýrast af góðvild og vera fagurfræðilega aðlaðandi, undirstrika manngæsku og hvetja til þáttöku í lífinu. -Andleg skynsemi dýpkar mannlega vitsmuni með hugleiðslu.
– Andleg skynsemi gerir dulmögn og hið æðra í tilverunni að merkingarbæru, vitrænu rannsóknarefni.

Hugsýn þessa er: Hvernig ég kenni hefur beina þýðingu fyrir framtíðina. Lát kennslu mína vera gædda þeirri ást og fegurð sem er tilveran sjálf.

Siðferðileg sjálfbærni (ethical sustainability)

-Tengsl eru frumorsök góðvildar í verki.
-Siðferðileg sjálfbærni er vitsmunalega sjálfbær skynsemi í framkvæmd.
-Siðferðileg sjálfbærni byggir upp heilbrigð félagsleg tengsl.
-Góðvild sprettur af jákvæðum tengslum okkar við heiminn.
-Vitsmuni verður að nota í þágu velferðar heildarinnar en ekki í persónulegu hagnaðarskyni, þetta tvennt er þó vel samræmanlegt.
-Vegna tengsla minna við alheiminn ber ég ábyrgð á athöfnum mínum.

Hugsýn þessa er: Ég kenni í anda tengsla minna við lífið og tek fagnandi þeim skyldum sem það leggur mér á herðar.

Tilfinningaleg sjálfbærni (Emotional Sustainbality)

-Innblástur og von eru sótt í skapandi og jákvæðar athafnir.
-Athöfn í þágu lífs verður um leið félagslega virk athöfn og hefur í för með sér samskipti, samstarf og samvinnu.
-Tilfinningalega sjálfbær námsmenning þarf að taka tengsl og tilgangsmiðaða þátttöku í námi fram yfir einstrengingslega árangursmiðaða kennsluhætti.
– Þegar til lengri tíma er litið, þá eru tækifæri barnanna okkar í lífinu í beinu samhengi við tilfinningalega sjálfbærni.

Hugsýn þessa er: Ég kenni af hjarta, og þannig tek ég af gleði þátt í að byggja manneskjur upp af tilfinningalegum styrk og þroska.

Andleg sjálfbærni (Spiritual Sustainbality)

-Andleg sjálfbærni gefur öllum mannlegum athöfnum merkingu og tilgang.
-Andleg sjálfbærni veitir tilfinningalegan styrk í lífsbaráttu einstaklinga og samfélags. Sá styrkur er sóttur í þær ráðgátur tilverunnar og þann djúpa skilning á samhengi alls sem mönnum hlotnast við hugleiðslu.
-Djúpur skilningur á andlegum veruleika vaknar hjá þeim sem njóta leiðsagnar og samvista manneskju sem stundar andlegt líf. Þennan skilning má vekja á barnsaldri með einmitt nærveru andlegs persónuleika.

Hugsýn þessa er: Andlegt líf mitt og kennsla eru eitt og hið sama, með þjónustu minni við mannkyn tjái ég af gleði þátttöku mína í lífinu.

Leave a Reply