Skipulag leikskólans

Leikskólinn Sælukot fellur undir ERAWS (Education Relief and Welfare Section) Ananda Marga hreyfingarinnar sem snýr helst að menntun, leiðsögn og andlegri kennslu.

Ananda Marga er alþjóðleg hreyfing sem var stofnuð árið 1955 af indverska meistaranum Prabhat R. Sarkar (1921-1990) sem síðar fékk nafnið Anandamurti. Fjöldinn allur af sjálfboðaliðum vinna undir hreyfingu Ananda Marga, í 160 löndum víða um heiminn. Samfélagsleg þjónusta ber þungan af hreyfingunni og kemur að neyðarvörnum hvað varða náttúruhamfarir, flóttamannahjálp, læknisþjónustu, barnaheimili, samfélagsþróun og annarra verkefna til lengri eða skemmri tíma með áherslu á sjálfbærni.

Ananda Marga, sem þýðir “ Leið fullkomnar sælu “, er einnig andleg hreyfing tileinkuð þroska og þróun mannkyns – þar sem áhersla er lögð á jafnvægi líkama, hugar og sálar. Auk félagslegrar þjónustu eru sjálfboðaliðar Ananda Marga þjálfaðir í kennslu hinna ævafornu vísinda jóga og hugleiðslu.

 

Uppbygging leikskólans

Leikskólinn Sælukot er verkefni WWD (velferðardeildar kvenna undir húmanískri menntun Ananda Marga), en sú deild er ekki rekin í hagnaðarskyni. Alþjóðaskrifstofa þeirrar deildar er staðsett á Indlandi.

Sælukot er rekið af völdum fulltrúa þeirrar deildar (Didi) sem hefur yfirumsjón með þætti Ný-Húmaniskrar leiðsagnar leikskólans, með inntak í andlegri kennslu þegar kemur að hugleiðslu, jóga og siðfræði.

Sælutröð er félag skipað einu foreldri, tveimur starfsmönnum og tveimur meðlimum Ananda Marga hreyfingarinnar, sem búa yfir þekkingu á sviði laga, stjórnun, fjármála osvfrv. Hlutverk Sælutraðar er að brúa bilið milli skólastjórnar og stofnunnar Ananda Marga.

Foreldraráð Sælukots

Foreldraráð er starfandi í Sælukoti. Það er ráðgefandi um margvísleg málefni er lúta að skólanum og fer yfir bæði starfsáætlun og námskrá. Foreldraráð er skipað foreldrum og hefur það hlutverk að gefa umsagnir til leikskólans og fræðslusviðs um skólanámskrá og aðrar áætlanir og fylgjast með framkvæmd þeirra. Einnig hefur foreldraráðið umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu. Kosið er í foreldraráðið að hausti. Foreldraráð er vettvangur fyrir foreldra til að fylgjast með því starfi sem fram fer í leikskólanum, koma með hugmyndir og hafa áhrif (sbr. 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008)

Foreldrafélag Sælukots

Almennur foreldrafundur er árlega þar sem sagt er frá starfi leikskólans og foreldrum gefst tækifæri til að ræða saman og spyrja um starfsemina. Við það tækifæri er hægt að bjóða sig fram í foreldrafélagið. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í starfi skólans, ss. við skipulagningu viðburða, fjáröflun og annars sem viðkemur skólastarfinu.

Foreldrafélagið, Foreldraráð og Sælutröð vinna á árs grundvelli í senn og kosið er því árlega í þessa hópa. Þó eru margir sem kjósa að bjóða sig fram ár eftir ár og eru virkir í samfélagi leikskólans.

„Kennarar skulu vera valdir með nákvæmni. Námsgráður af háskólastigi veita manneskju ekki endilega þann eiginleika að vera góður kennari. Kennarar skulu vera þeim eiginleikum búnir að sýna styrk og heiðarleika,hafa sterka réttlætiskennd og tilfinningu fyrir samfélaginu.Óeigingirni og sanngirni í hvívetna, vera hvetjandi og sýna forystuhæfileika.

…Og vegna þess hve kennarar hafa mikilvægt hlutverk þarf faglegur staðall þeirra að vera mjög hár.” – P.R.Sarkar

Netfang: saelukot@gmail.com or anandakaostubha@gmail.com

SAELUKOT STRUCTURE

Screenshot 2016-04-29 23.05.19