MARKMIÐIN OKKAR, NÝ-HÚMANISMI
• -Að þroska hæfileika sérhvers barns, líkamlega, huglæga og andlega.
-Að vekja hjá barninu löngun að vita og löngun að læra.
-Að búa nemendur undir hærri menntastig, bæði með bóklegri og annarri færni.
-Að stuðla að persónulegum þroska á sviðum eins og siðferði, heiðarleika, sjálfstrausti, sjálfsaga og samvinnu.
-Að efla líkamlega vellíðan og huglæga færni með jóga og einbeitingartækni, íþróttum og leik.
-Að þroska fegurðarskyn barnanna og vitund fyrir menningu gegnum leiklist, dans, tónlist og list.
-Að hvetja nemendur til að verða virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélaginu. -Að stuðla að vitund um vistfræði í víðasta skilningi þess orðs þ.e. að gera sér grein fyrir samtengingu allra hluta og hvetja til virðingar og umhyggju fyrir öllum lifandi verum.
-Að stuðla að alheimslegu viðhorfi lausu við mismunun á grundvelli trúar, kynþáttar eða kynferðis.
-Að viðurkenna mikilvægi kennara og foreldra sem fyrirmyndir.
Grunnþættir menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (maí 2011) eru eftirfarandi: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Kennsluaðferðir í Sælukoti byggjast á barns-miðaðri nálgun til menntunar og koma til móts við áhuga og námshætti hvers barns. Jafnframt því að skólinn fylgir skilgreindri dagskrá til menntunar sem fela í sér námssvið Aðalnámskrár leikskóla, þá er lögð áhersla á að búa börnunum þær aðstæður og námsval sem hjálpar þeim að þroska og dýpka áhugasvið sín og persónulega hæfileika.