Gayatri

Guðríður Pétursdóttir með Ronju Dögg.

Guðríður Pétursdóttir (kt. 170747-3219) grunnskólakennari, sérkennari og leikskólakennari, býður nú fram krafta sína sem leikskólastjóri í Leikskólanum Sælukoti. Guðríður og Dídí munu vinna náið saman og væntum við góðs af því samstarfi. Eftir margra ára grunnskólakennslu fór Guðríður í framhaldsnám til að fá leikskólakennararéttindi. Guðríður skrifaði B.Ed ritgerð um Ný-húmanisma og heillaðist af þeim fræðum. Auk Ný-húmanisma hefur Guðríður áhuga á málþroska barna og skapandi starfi. Guðríður þekkir innra starf leikskólans frá fyrri tíð, hún vann í Sælukoti einn vetur og var í afleysingum nokkur ár. Guðríður segist hlakka til að vinna með foreldrum, börnum og starfsfólki leikskólans. Verið er að ganga frá ráðningu Guðríðar.