Leikskólinn Sælukot tekur við börnum frá aldrinum 18 mánaða til sex ára. Frá 1. október 2019 mun skólinn taka við börnum frá 12 mánaða aldri. Skólinn býður nemendum sínum upp á skemmtilega og fræðandi menntun. Við leggjum eindregna áherslu á „að læra gegnum athöfn“ (learning by doing), og styðjum börnin í því að taka sínar eigin ákvarðanir, einstaklingsbundið og sem hópur. Leikgleði barna er helsti aflvaki athafna þeirra. Því leggjum við ríka áherslu á frjálsan leik þeirra sem leið til menntunar og þroska.

Leikskólinn Sælukot fer eftir stefnu Ný-Húmanískra fræða, en leiðandi hugsuður Ný-Húmanisma er indverski heimspekingurinn, þjóðmálafrömuður
og dulspekingur, Prabhat Rainjan Sarkar (1921-1990).

Einkunnarorð P. R. Sarkars, stofnanda Ananda Marga, fyrir ný-húmaníska menntun er – þekking er það sem leiðir til frelsis.Education is that which liberates.

MARKMIÐ OKKAR, NÝ-HÚMANISMI

-Að þroska hæfileika sérhvers barns, líkamlega, huglæga og andlega.
-Að vekja hjá barninu löngun að vita og löngun að læra.
-Að búa nemendur undir hærri menntastig, bæði með bóklegri og annarri færni.
-Að stuðla að persónulegum þroska á sviðum eins og siðferði, heiðarleika, sjálfstrausti, sjálfsaga og samvinnu.
-Að efla líkamlega vellíðan og huglæga færni með jóga og einbeitingartækni, íþróttum og leik.
-Að þroska fegurðarskyn barnanna og vitund fyrir menningu gegnum leiklist, dans, tónlist og list.
-Að hvetja nemendur til að verða virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélaginu. -Að stuðla að vitund um vistfræði í víðasta skilningi þess orðs þ.e. að gera sér grein fyrir samtengingu allra hluta og hvetja til virðingar og umhyggju fyrir öllum lifandi verum.
-Að stuðla að alheimslegu viðhorfi lausu við mismunun á grundvelli trúar, kynþáttar eða kynferðis.
-Að viðurkenna mikilvægi kennara og foreldra sem fyrirmyndir.

Grunnþættir menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (maí 2011) eru eftirfarandi: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Kennsluaðferðir í Sælukoti byggjast á barns-miðaðri nálgun til menntunar og koma til móts við áhuga og námshætti hvers barns. Jafnframt því að skólinn fylgir skilgreindri dagskrá til menntunar sem fela í sér námssvið Aðalnámskrár leikskóla, þá er lögð áhersla á að búa börnunum þær aðstæður og námsval sem hjálpar þeim að þroska og dýpka áhugasvið sín og persónulega hæfileika.

   (Elskandi Sannleika)

Við sköðum ekki á neinn veg
tölum mál hins elskandi sannleika
tökum ekki það sem ekki er okkar
vitum að einfalt líf er gott.
Við skulum elska birtu Guðs í öllu

öllu því sem andar vex og syngur.
Nettu og hreinu, að innan sem utan
vera sátt við allt sem við eigum.
Við þjónum öllum verum ef við megum
lesum góðar bækur sérhvern dag.
Innra með okkur skín skært ljós
í hugleiðslu þekkjum við Guð.