Aðlögun barna í Sælukoti  (uppfært 4.feb 2020)

 

Yfirleitt gengur aðlögun barna fljótt og vel. Þarfir barna eru samt sem áður ólíkar og þau taka sér mislangan tíma í að aðlagast nýjum aðstæðum. Eftirfarandi áætlun er aðeins viðmið.

Aðlögunin getur tekið styttri eða lengri tíma, allt fer það eftir barninu sjálfu.

 

  1. dagur

Barnið kemur í heimsókn með foreldrum sínum í 1. Klst. kl.9:00-10:00

  1. dagur

Barnið er í leikskólanum í 2 klst. kl. 9:00-11:00. Foreldri er með barninu allan tímann

  1. dagur

Barnið mætir kl. 9 og er í 2 klst, kl. 9:00-11:00. Foreldri bregður sér frá í stutta stund EF barnið er nógu öruggt.

  1. dagur

Barnið mætir kl. 9 og er fram yfir hádegismat, ca. 3 klst. kl. 9:00-12:00. Foreldri bregður sér frá í stutta stund á meðan á heimsókn stendur en borðar hádegismat með barninu.

  1. dagur

Barnið mætir kl. 9 og er fram yfir hvíld, ca. kl. 9:00-14:00.  Foreldri kveður barn eftir morgunhring kl.10 og foreldri sækir  þegar ba rnið vaknar.

  1. Dagur

Barnið mætir kl. 9 og er fram yfir síðdegishressingu  kl. 9:00 – 15:30. Foreldri kveður barnið   þegar komið er í leikskólann og sækir það eftir síðdegishressingu.

  1. Dagur

Barnið dvelur allan sinn vistunartímann í Sælukoti (fer eftir dvalarsamningi).

 

Mikilvægt er að láta barnið vita og kveðja það áður en foreldri fer. Kennarinn tekur síðan við og veitir barninu öryggi með návist sinni og umönnun.

Foreldrum er alltaf velkomið að hringja og athuga með líðan barnins síns en  einnig sendir Sælukot sms til að láta vita hvernig gengur. Kennari hringir í foreldri ef hann telur ástæðu til að það komi og verði með barninu.

Okkur í Sælukoti er umhugað um að barninu  þínu líði vel og fái  það besta sem kostur er á.